Image

Gæði

Styrkleikar Bacco Seaproducts eru gott orðspor og gæði íslenska fisksins sem seldur er undir merkjum IceFish. Gæðaeftirlit er lykilatriði og hjá fyrirtækinu er gæðafulltrúi í fullu starfi.

Gott samstarf er á milli birgja og dreifingaraðila sem gerir það að verkum að hægt er að treysta því að varan komist á réttan stað, á réttum tíma, fersk og góð. Árangur fyrirtækisins byggir á afhendingaröryggi og góðri vöru á sanngjörnu verði.

Sjálfbærni

Sjálfbærni í sjáv­ar­út­vegi eykst stöðugt og er mikilvægur þáttur í hugum neytenda. Tryggja þarf rekjanleika sjáv­ar­af­urða, frá miðum til neyt­enda, og á því byggir vörulína sjávarafurða hjá Bacco Seaproducts.

Sjálfbær þróun er undirstaðan í fiskveiðistjórnunarkerfi Íslendinga og er sjálfbærni forsenda fyrir umhverfisvottun í íslenskum sjávarútvegi.

Áreiðanleiki

Áreiðanleiki í afhendingu vörunnar er mikilvægastur í augum viðskiptavina fyrirtækisins, auk toppgæða og þjónustu. Meðhöndlun fiskafurða er vandasöm og ávallt þarf að tryggja sem stystan afhendingartíma og mestan ferskleika vörunnar. Bacco Seaproducts stendur við orð sín og leggur metnað í að byggja upp langtímaviðskiptasambönd.