Image

Vörumerkið okkar

 

Rekjanleiki

Gæði íslenska fisksins eru ekki einungis tilkomin vegna ferskleika sjávar heldur einnig vegna þekkingar Íslendinga á fiskveiðum og hvernig þeir meðhöndla fiskinn. Sjávarútvegur er ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslendinga og er honum stýrt á ábyrgan hátt enda um dýrmæta auðlind að ræða. Með ábyrgð og sjálfbærni að leiðarljósi er unnt að deila íslenskum sjávarafurðum með heiminum.

Allt á einum stað

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval íslenskra fiskafurða. Við notum eigið gæðaeftirlit og gæðavottunarkerfi til að tryggja að varan standi undir kröfum vörumerkisins IceFish og viðskiptavina. Við byggjum á margra ára eftirfylgni og gæðaeftirliti.

Með því að tryggja afhendingu á ferskri vöru á réttum tíma hefur Bacco Seaproducts vaxið og dafnað sem fyrirtæki og er nú orðið leiðandi útflutningsfyrirtæki á Íslandi. Árangurinn hlýst af því að geta ávallt tryggt framboð af söltu og fersku sjávarfangi og komið hágæðaafurðum fljótt og vel á markað.

Við bjóðum upp á margs konar frystar og saltaðar sjávarafurðir. Meginútflutningsvörur okkar eru þorskur, ufsi, ýsa, makríll, karfi, flatfiskur og síld.

Vörumerkið tryggir gæðin

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af vörum og seljum undir eigin vörumerki, IceFish sem stendur fyrir gæði, áreiðanleika og traust.