Image

ÞORSKUR

(Gadus Morhua - Þorskur) 
Þorskur er mikilvægasti nytjafiskurinn á Íslandsmiðum. Þorskur er gæðamatvara og er allur fiskurinn nýttur í hollar og næringarríkar afurðir. Þorskur getur orðið mjög stór og mældist sá stærsti á Íslandsmiðum, 17 ára fiskur, 186 cm. Algengasta stærðin er á bilinu 45-85 cm.

Image

ÝSA

(Melanogrammus aeglefinus - Ýsa)
Ýsan er algeng allt í kringum Ísland þótt mest sé af henni við suður- og suðvesturströndina. Ýsan er grunnsjávar- og botnfiskur sem heldur sig að mestu á 10-200 m dýpi. Meðalstærð ýsu er 50-65 cm, en hún getur orðið allt að 80 cm löng.

Image

UFSI

(Pollachius Virens - Ufsi)
Á Íslandi er ufsinn algengastur sunnan- og suðvestanlands þótt hann finnist allt í kringum landið. Ufsinn er bæði uppsjávar- og botnfiskur og heldur sig frá yfirborði og allt niður á 450 m dýpi. Ufsinn er yfirleitt 60-80 cm langur en stærsti fiskurinn sem veiðst hefur við Ísland var 132 cm.

Image

STEINBÍTUR

(ANARHICHAS LUPUS – STEINBÍTUR)
Steinbítur finnst allt í kringum landið en er algengastur við Vestfirði. Steinbít er að finna í öllu Norður-Atlantshafi, bæði austan- og vestanmegin. Steinbíturinn lifir á 10-300 metra dýpi og kann best við sig á leir- eða sandbotni. Hann er oftast um 50-60 cm langur en sá stærsti sem veiðst hefur við Ísland var 125 cm. Steinbítur finnst allt í kringum landið en er algengastur við Vestfirði. Steinbít er að finna í öllu Norður-Atlantshafi, bæði austan- og vestanmegin. Steinbíturinn lifir á 10-300 metra dýpi og kann best við sig á leir- eða sandbotni. Hann er oftast um 50-60 cm langur en sá stærsti sem veiðst hefur við Ísland var 125 cm.

Image

GULLKARFI

(SEBASTES MARINUS – KARFI)
Gullkarfi er mjög algengur við Íslandsstrendur en algengastur við suðvesturhornið. Hann getur orðið allt að 100 cm langur og er þá um 12-15 kg en yfirleitt er hann um 35-40 cm og um 1 kg. Gullkarfi er botn-/miðsævisfiskur sem finnst á 100-400 m dýpi í um 3-8 gráðu sjó. Karfar fæða lifandi afkvæmi en verpa ekki hrognum.

Image

LANGA

(MOLVA MOLVA – LANGA)
Langa er af þorskaætt eins og svo margir af nytjafiskum Íslands. Langan líkist þorski en hefur ílangt vaxtarlag líkt og áll og getur orðið rúmir 2 metrar á lengd þótt hún mælist yfirleitt 70-80 cm. Hún heldur sig við botninn og veiðist oftast á miklu dýpi.

Image

KEILA

(BROSME BROSME – KEILA)
Keila er botnfiskur af vatnaflekkaætt en var áður talin vera af þorskaætt. Hún lifir í Norður-Atlantshafi bæði austan- og vestanmegin við Ísland.Keila er botnfiskur af vatnaflekkaætt en var áður talin vera af þorskaætt. Hún lifir í Norður-Atlantshafi bæði austan- og vestanmegin við Ísland.Keilan er seinvaxta og fullvaxin getur hún orðið yfir metri á lengd en er oftast 40-90 cm. Stærsta keilan sem veiðst hefur við Ísland var 120 cm á lengd. Keilan getur orðið allt að 40 ára gömul.

Image

SÓLKOLI

(MICROSTOMUS KITT – SÓLKOLI)
Sólkoli er flatfiskur af flyðruætt. Sólkoli hefur lengi verið í hávegum hafður sem matfiskur. Stærð hans er um 30-40 cm, en sá stærsti sem veiðst hefur við Ísland var 63 cm. Sólkoli finnst allt í kringum landið en er algengastur suðvestan-, sunnan- og suðaustanlands.

Image

BLÁLANGA

(MOLVA DIPTERYGIA – BLÁLANGA)
Blálanga er meðalstór fiskur af þorskaætt, um 70–110 cm löng og nær allt að 20 ára aldri. Lengstu blálöngur sem hafa mælst voru 153 cm en eru lengi að stækka. Blálanga finnst allt í kringum Ísland en er þó mun algengari í hlýrri sjó og heldur sig því aðallega við suðvestanvert landið.

Image

SKARKOLI

(PLEURONECTES PLATESSA – SKARKOLI)
Skarkolinn er einnig kallaður rauðspretta vegna rauðra bletta á bakinu. Hann var lengi vel ein mikilvægasta flatfisktegund á Ísland en grálúðan hefur á síðustu áratugum leyst hann af hólmi. Skarkolinn er nokkuð algengur allt í kringum landið. Skarkoli er um 30-50 cm langur en getur þó orðið talsvert stærri og er sá stærsti sem veiðst hefur við Ísland 85 cm.